Verður útivistarsvæðunum fórnað fyrir Vesturbæinn?

„Bara til upplýsingar fyrir borgarstjórann, þá mun útsýnisflug í þyrlum frá Hólmsheiði raska kyrrð á útivistarsvæðum borgarinnar í kringum Rauðavatn, Mosfellinga við Hafravatn og höfuðborgarbúa í Heiðmörk. Og örugglega trufla fleiri íbúa í efri byggðum Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, en verða fyrir truflun miðað við núverandi staðsetningu. Vandinn er bara fluttur úr augsýn borgarstjórans, en hann er ekki leystur,“ skrifar Marinó G. Njálsson tölvufræðingur á Facebook og andmælir þar með ummælum Dags. B. Eggertssonar um að flytja útsýnisflug þyrla frá Reykjavíkurflugvelli upp á Hólmsheiði.

Þessar hugmyndir eru á frumstigi og verða líklega ekki að framkvæmd næstu misserin. „Út­sýnis­flug á þyrlum frá Reykja­víkur­flug­velli veldur miklu ó­næði og er orðið það mikið að brýnt er að finna því nýjan stað og tryggja að flug­leiðir í lág­flugi séu al­mennt ekki yfir í­búða­byggð þannig að ó­næði valdi,“ segir Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri í skrif­legu svari til Vísis.

Dagur segir að stungið hafi verið upp á Hólmsheiði. „Og höfum við sett af stað skoðun á þeim kosti sem gæti nýst út­sýnis­fluginu al­mennt, án þess að valdi sam­bæri­legu ó­næði. Þar er að mörgu að hyggja og væri æski­legt ef hægt væri að út­færa þetta þannig að breið sátt náist um málið,“ skrifar hann til Vísis.

Dagur fjallar um þessar vangaveltur á Facebook en einkum um viðbrögðin. „Það er dálítið magnað að alls konar karlar (já, reyndar bara karlar) sjái ástæðu til að „hrauna“ yfir mig fyrir að gæta hagsmuna Reykvíkinga og leita lausna vegna ónæðis sem hefur stóraukist af þyrluflugi undanfarin misseri og sérstaklega í sumar. Þau sem hafa haft orð á ónæðinu fá reyndar sannarlega sinn skammt líka,“ skrifar Dagur.

„Dagur alltaf með lausnirnar á hreinu,“ skrifar Marinó á móti. „Vill flytja þyrluflugið upp á Hólmsheiði, eins og það trufli enga þar, því þá truflar það ekki fólkið á „láglendinu“.“

„Hvers vegna ætti að eyðileggja öll helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins bara svo einhverjir geti drukkið kaffið sitt í friði í morgunsárið úti á palli nokkra daga á ári?“ spyr Marinó. „Og hvað gerist þegar þetta fólk fer í hressingargöngu í Heiðmörk, sest niður til að drekka kaffið sitt og þyrla flýgur yfir? Á þá að finna enn einn nýjan stað, vegna þess að einhver varð fyrir truflun? Lausnin er að breyta flugleiðum þyrlanna, þannig að þær verði að fljúga yfir sjó og út fyrir byggð, en ekki að færa truflunina á þau svæði sem fólk fer á þegar það sækist eftir kyrrð í náttúrunni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí