Vesælingsháttur hjá Sjálfstæðismönnum að láta eins og þeir hafi ekki stýrt útlendingamálum í áratugi

Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, segir ástand útlendingamál sé alfarið Sjálfstæðisflokknum að kenna og því hlægilegt að hlusta á flokksmenn kvarta og kveina undan stöðu mála. Flokkurinn hefur stýrt dómsmálaráðuneytinu frá árinu 1991, að fráskyldu stuttu tímabili þar sem Ögmundur Jónasson var dómsmálaráðherra. Hann spyr hvort Sigríður Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nú eða Jón Gunnarsson hafi verið í vasanum á No Borders-samtökunum.

„Nú eru 10 ár liðinn síðan Ögmundur Jónasson hætti sem dómsmálaráðherra. Þar áður þarf að leita til ársins 1991 til að finna kjörtímabil þar sem einhver annar flokkur en Sjálfstæðisflokkur var með það ráðuneyti. Það er því erfiðara að finna málaflokk þar sem ábyrgðin er skýrari heldur en málefni útlendinga. Þau eru í þeim farvegi sem þau eru, góðum eða slæmum, vegna þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið á þeim. Ekki einhver annar,“ bendir Pawel á á Facebook.

Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn láti eins og flokksmenn hafi aldrei komið nálægt þessum málaflokki. Það sé vesælingsháttur. „Nú mætti halda, á ummælum penna og fótgönguliða flokksins að XD hafi loksins hrifsað til sín dómsmálaráðuneytinu úr höndum einhverra aktivista. Voru Sigga Andersen, Áslaug Arna eð Jón Gunnarsson öll í vasanum á No Borders samtökunum? Þvílíkur og annar eins ábyrgðaflótti og vesælingsháttur,“ segir Pawel.

Hann segir að fólk verði að átta sig á því að ef allt fer að fyllast af heimilislausu fólki þá er það fyrst og fremst Sjálfstæðisflokknum að kenna. „Og áður en menn benda út og suður á aðra flokka og félagasamtök, mætti frekar krefjast að stjórnin sjálf hefði eitthvað plan um næstu misseri. Það dylst engum að forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa talað þvert á annað um hvað það sjá fyrir sér að gerist. Og ef að hraungjótur, húsasund og gistiskýli byrja að fyllast af heimilislausu fólki þá verður það heldur ekki skrifað á einhver No Borders samtök, sjálfboðaliða eða pólitíska andstæðinga. Heldur stjórn þessa lands.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí