Einkageirinn vill stærri skerf af ellinni

Síðastliðinn fimmtudag var haldin ráðstefna í Norðurljósasal Hörpu undir yfirskriftinni „Eldri og betri“. Í kynningu var sagt að þar yrðu ræddar „raunhæfar lausnir“ í öldrunarþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna.

Lykilerindi ráðstefnunnar hélt Martin Greein, forstjóri samtaka sem nefnast Care England, „samtök einkarekinna fyrirtækja í velferðarþjónustu“ og eru stærstu samtök á því sviði í Bretlandi. Í frétt Morgunblaðsins af ráðstefnunni er haft eftir honum að „engin ríki“ hafi „efni á því að borga fyrir alla þá þjónustu sem eftirspurn verður eftir“ í öldrunarþjónustu á komandi árum. Þá segist hann „upprifinn“ yfir því sem hann hafi séð á Íslandi „meðal einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja“. Þar sé „mikill sköpunarkraftur“ og „jákvæð teikn á lofti“.

Sóltún, íslenskt einkafyrirtæki á sviðinu, hélt ráðstefnuna. Í Viðskiptablaðinu var ráðstefnan kynnt í stuttri frétt undir fyrirsögninni „Leita leiða til að bjarga fram­tíð öldrunar­þjónustu á Ís­landi“. Þar var haft eftir Höllu Thoroddsen, forstjóra Sóltúns, að öldruðum fjölgi „hlutfallslega hraðar en nokkru sinni hér á landi.“ Til að geta „mætt og sinnt þörfum þessa ört stækkandi hóps þarf að ræða og finna lausnir á þeim fjölmörgu áskorunum sem nú blasa við og þola enga bið.“

Mögulegt er að erindi ráðstefnunnar hafi verið fjölbreyttari en þessar tilvitnanir gefa til kynna, en ljóst er að hagsmunaaðilar hafa viljað beita kynningu viðburðarins til að koma þeirri hugmynd á framfæri, annars vegar að einhvers konar neyðarástand sé framundan í öldrunarþjónustu, hins vegar að eina rétta leiðin til að bregðast við því sé að tryggja stærri hlutdeild einkarekstrar í umönnun. Virðist það í takt við þróun heilbrigðiskerfis landsins í heild, en nýverið kom fram í máli formanns Læknafélags Reykjavíkur að læknar landsins vinni nú fleiri verk á einkastofum sínum en göngudeildum Landspítalans og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí