Katrín farið sextán sinnum til útlanda á ári

Síðastliðinn júlí sagði Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, það lýsandi fyrir ríkisstjórnina hvernig sumir ráðherrar, og þá sérstaklega forsætisráðherra, virtust flýja í faðm erlendra ráðamanna til að losna undan kraumandi reiði á Íslandi. „Meðan vandamálin hlaðast upp innanlands er gott að geta sótt ráðherrafundi erlendis og hitta þar góða ,,kollega“ sem hægt er að faðma og kyssa, því jafnvel á flokksráðstefnum heima fyrir finnst ekki slík þægileg samstaða og skilningur,“ skrifaði Arnar Þór.

Það er óhætt að segja að Arnar Þór var ekki að ímynda sér hve mikið Katrín Jakobsdóttir hefur verið í útlöndum í ár, því samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn frá RÚV þá hefur Katrín verið samtals 37 daga erlendis síðasta ár. Á síðustu tólf mánuðum hefur Katrín farið 16 sinnum til útlanda. Raunar hefur hún farið enn oftar út því ráðuneytið telur ekki með ferðalög hennar á eigin vegum. Oftast fara tveir starfsmenn forsætisráðuneytisins með henni í þessar vinnuferðir.

Katrín vísar í innrás Rússa í Úkraínu sem eina ástæðu fyrir þessum miklu ferðalögum. En samkvæmt svari ráðuneytisins virðist áhugi hennar einnig ráða talsvert för. „Þá tengist alþjóðastarf helstu áherslumálum forsætisráðherra á alþjóðavettvangi sem eru jafnréttismál, mannréttindi, málefni velsældarhagkerfisins og loftslagsmál,“ segir í svarinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí