Fráfarandi fjármálaráðherra leikur þöglan trúð á þingi

Bjarni Benediktsson, frárafarandi fjármálaráðherra, virðist hafa „trollað“ þingið nú að morgni fimmtudags, með því að mæta til að svara spurningum þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á meðan alfarið óljóst er hvort og hvaða hlutverki hann gegnir innan ríkisstjórnarinnar.

„Mér finnst vandræðalegt hvað pólitík Sjálfstæðismanna er vanþroskuð og skammsýn,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í umræðunum. „Ég skil ekki alveg hvað við erum að gera að bjóða upp á fráfarandi fjármálaráðherra hér í óundirbúnum fyrirspurnum. Hvað á ég að spyrja hæstvirtan ráðherra út í? Út í fjármál ríkisins? Út í verðbólguna? Út í verkföllin sem eru að fara að koma? Er hann að fara að svara því? Hann á að vera hættur í þessu embætti. Af hverju er hann hérna? Hvað er hann að fara að svara mér? Hvað er hann að fara að tala? Þetta er svo óþroskað, svo skammsýnt og asnalegt og þetta grefur undan trausti fólks á lýðræðinu. Mér líður ekkert illa. En mér finnst þetta vera svo ótrúlega óheiðarlegt. Þegar ráðhera segir af sér út af því að hann er búinn að brjóta hér lög – þótt hann sé ósammála því – þá á hann bara að stíga frá strax og þá á einhver annar að taka við embættinu og mæta hérna í þingsal og svara fyrir fjármál ríkisins.“

Heyr heyr! heyrðist utan úr sal.

Aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu í ræðustól hver á eftir öðrum og tóku í sama streng.

Eftir umræðurnar furðaði Bjarni Benediktsson sig á því við fréttamann RÚV að þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu ekki spurt hann neinna spurninga í fyrirspurnatímanum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí