Lést í húsi Péturs, Jóns Einars og Arnars

Karlmaður er látinn eftir að hafa slasast alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær. Tveir aðrir menn slösuðust einnig en ekki lífshættulega. Húsið er skráð sem skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Þrátt fyrir það virðast erlendir verkamenn, talsvert margir, hafa búið í húsinu.

Vísir greinir frá því að húsið sé áð mestu í eigu tveggja félaga, sem eru svo í eigu þriggja manna. Þeir eru Pétur Árni Jónsson, aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jón Einar Eyjólfsson, stjórnarformaður  ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnar Hauksson, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU.

DV fjallaði fyrst um vafasama starfshætti ELJU starfsmannaleigu árið 2018 en þrátt fyrir það hefur ekkert breyst til hins betra og ef eitthvað er hafa hlutir versnað. Í ítarlegri frétt DV kemur meðal annars fram að erlendir starfsmenn borga 75 þúsund krónur fyrir að deila 10 fm. herbergi og að um tíma hafi 122 manns haft lögheimili í einu einbýlishúsi í Árbænum.

Nú hafa þessir vafasömu starfshættir dregið mann til dauða. Þótt brunavarnir hafi verið í sæmilegu horfi, að sögn slökkviliðs, og jafnvel þó að maðurinn hefði sjálfur kveikt neistann sem varð honum að bana, þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að hræðilegar aðstæður hans áttu sinn þátt í þessum harmleik, ásamt öðru. Þær aðstæður má með sanni kalla nútíma þrælahald en sonur hins látna, Adrian Wisniewski,  lýsti aðstæðum föður síns svo í viðtali við Vísi: „Þetta voru slæmar aðstæður, lítil herbergi og margt fólk í litlu rými.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí