Segir að fjölmiðlar og stjórnmálafólk verði að segja sannleikann um Gaza

Áfram halda stórskotaárásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gaza. Þúsundir hafa látið lífið, þar af yfir 700 börn. Í Rauðum raunveruleika fjölluðum við um sögu Ísraels-Palestínu, veltum fyrir okkur hvers vegna „vestrið“ styðji Ísrael svona ákaft og greindum aðskilnaðarstefnu og stríðsglæpi Ísraels. Mohammed Alkurd er frá Palestínu en lifir á Íslandi ásamt eiginkonu sinni.

Ísrael brítur alþjóðalög og fylgir engum sáttmálum

Eins og má sjá bersýnilega á þessari mynd hefur Ísrael brotið samning Sameinuðu þjóðanna frá 1947 og svo aftur þeim nýrri frá 1967. Frá þeim tíma hefur land Palestínu verið hernumið og fólkið þar hrakið til Gaza eða er eftir á gamla landsvæði Palestínu þar sem það verður fyrir harkalegri aðskilnaðarstefnu Ísraela og lifir við virkilega takmörkuð réttindi og lífsgæði.

Vesturlönd standa þétt við bakið á Ísrael

Í þættinum fórum við yfir það hvernig Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur Vesturlönd (þar á meðal Ísland) hafa varið „rétt Ísraels til að verja sig“. Sú vörn birtist sem risavaxnar sprengjuárásir á óbreytta borgara og aukin heift landnámsstefnunnar. Enn hafa ekki heyrst margar fordæmingar gagnvart stríðglæpum Ísraelshers en aðeins lýst yfir „áhyggjum“ af stöðu fólksins á Gaza sem er án vatns og rafmagns.

Forseti Ísraels segir Palestínska fólkið óvin Ísraels

Forseti Ísraels lýsir því yfir að allt fólkið í Palestínu sé óvinur Ísraels

Málflutningur embættismanna Ísraels hefur verið gríðarlega grófur. Ursula Von Der Leyen leggur blessun sína yfir þetta.

Í viðtali við Al Jazzeera viðurkennir fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels að þau beiti stríðsglæpum.

Ísraelskur offursti tekur undir.

Eyðileggingin á Gaza er gríðarleg og líklega rétt að byrja.

Hefur misst 22 ættingja á stuttum tíma

Mohammed Alkurd sagði okkur frá því að hann hafi misst tuttugu og tvo ættingja frá því að Ísrael byrjaði að sprengja Gaza. Hann er í misgóðu símasambandi við vini og ættingja en ekkert net er á Gaza. Hann óttast um líf þeirra.

Segir að stjórnmálafólk og fjölmiðlar verði að segja sannleikann

Mohammed segir að það skipti ekki höfuðmáli að stjórnmálafólk og blaðafólk styðji Palestínu heldur að þau segi einfaldlega sannleikann um það sem er að gerast á Gaza og í Palestínu. Allt of oft er ekki sagt frá þeim hryllingi sem á sér þar stað en frekar er haldið að okkur dæmum sem Ísrael vill nota til að réttlæta landtöku og fjöldamorð. Mohammed segist vita að þorri almennings styðji ekki landnám og stríðsglæpi Ísraels en vill að fjölmiðlar og stjórnmálafólk segi sannleikann um hvað er að gerast í þessum töluðu orðum á Gaza.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí