Björn segir óraunverulegt að snúa aftur til Grindavíkur: „Var þetta kveðjustund?“

Björn Birgisson, búsettur í Grindavík, segir að það hafi verið óraunverulegt að snúa aftur til Grindavíkur fyrr í dag. Þangað fór hann til að sækja ýmsar nauðsynjar. Björn segir að húsið hafi verið við fyrstu sýn óskemmt, en innanhúss  hafi verið eins og sprengja hafi fallið á húsið.

„Kveðja? Árni Stefán sonur minn fór með mér til Grindavíkur í dag. Hefði varla treyst mér til fararinnar án hans. Náðum í eitt og annað nauðsynlegt í rauða Spýtukofanum, sem virtist við fyrstu sýn óskemmdur, en innanhúss var sem sprengja hefði fallið á húsið. Allt á rúi og stúi,“ skrifar Björn á Facebook.

Hann segir að sig gruni, því miður, að þetta hafi verið kveðjustund. „Tilfinningin var óraunveruleg og kom meira yfir mig þegar snúið var á „heimleið“. Var þetta kveðjustund? Það veit enginn með neinni vissu, en mig grunar að svo hafi verið. En þetta var sárt, það væru bara mannalæti að viðurkenna það ekki. Lífið heldur áfram og við erum umvafin ást og umhyggju,“ segir Björn og birtir myndina sem má sjá hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí