Verður vopnuð lögregla á Kópavogsvelli?

Nú stendur yfir leikur Breiðabliks á móti ísraelska liðinu Tel Aviv Maccabi og hófst fótboltaleikurinn klukkan 13.00 á Kópavogsvelli. Félögin Ísland-Palestína og BDS Ísland boðuðu til mótmæla og eru mótmælendur á svæðinu ásamt Frelsiskórnum með fána palestínsku þjóðarinnar. Einnig eru mættir stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins eða hersins.

Heyrst hafði fyrir leikinn, m. a. í fréttum RÚV að ísraelskir lögreglumenn myndu vera á staðnum til að verja liðið árásum mótmælenda en heimildarmaður Samstöðvarinnar hafði samband við lögregluna og hefur eftir Sylvíu Lorange hjá Ríkislögreglustjóraembættinu að engin vopn yrðu á svæðinu.

Mótmælendur leggja áherslu á frið og sýna Ísrael rauða spjaldið og í fréttatilkynningu þeirra segir m. a.:

,,Félögin Ísland – Palestína og BDS Ísland – sniðganga fyrir Palestínu, harma þá staðreynd að ísraelskir knattspyrnumenn og konur geti komið til Íslands, á meðan palestínskir íþróttamenn hafa ekki sömu tækifæri. Endalausar árásir Ísraelsmanna á innviði palestínskra íþróttamála og árásir og morð á palestínskum íþróttamönnum eru með öllu óásættanlegar. Aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám, árásir, morð og eyðileggingu verður að stöðva.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí