Leynd yfir því að Bjarni fékk fálkaorðuna um jólin
Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherrra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk íslensku fálkaorðuna í, að svo virðist, leynilegri athöfn rétt fyrir jól.
Fjölmiðlum var ekki tilkynnt um athöfnina, sem fór fram þann 22. desember síðastliðinn, og var Bjarni ekki á lista yfir þá sem höfðu fengið orðuna á hefðbundinn hátt þann 1. janúar.
Það er Viljinn sem komst að þessari leynilegu athöfn en fjölmiðilinn, sem Björn Ingi Hrafnsson stýrir, spurði skrifstofu forseta Íslands nýlega um orðuhafa utan hefðbundinna orðuveitingadaga. Þá kom í ljós að nafn Bjarna er meðal handhafa stórkrossins.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward