Lögmaður sakar stjórnvöld um fúsk og spillingu í hvalveiðimálum

Þingmenn minnihlutans á Alþingi vænast þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra geri þingmönnum grein fyrir máli sínu í nefndardögum í vikunni. Svandís er sögð völt í sessi sem ráðherra eftir að stjórnarandstaðan boðaði að vantrauststillaga verði lögð fram um leið og þing hefst á ný með formlegum hætti.

Katrín Oddsdóttir lögmaður sagði í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gær, að ef ræða eigi fúsk og spillingu í tengslum við stjórnsýslu og hvalveiðar út frá áliti umboðsmanns Alþingis, sé ágætt að rifja upp samskipti Kristjáns Loftssonar hjá Hval við íslenska ríkið og fyrrum sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson.

Katrín segst ekki vilja gera lítið úr áliti umboðsmanns Alþingis en stjórnsýsla Svandísar hafi þó hvað málaflokkinn í heild varði sennilega verið sú vandaðasta í áratugi. Katrín rifjar upp að árið 2007 seldi þáverandi fjármálaráðherra Hval hf. 40 hektara af landi í Hvalfirði, ásamt hvalstöð, bryggju, púðurgeymslu og fleiru. Kaupverðið hafi verið spottprís, aðeins um 10 milljónir, hlægileg fjárhæð. Eignirnar hafi verið í eigu ríkissjóðs.

Þá rifjar Katrín upp annað mál sem var í fréttum á sínum tíma, að Hvalur hf. verkaði hvalkjöt árum saman undir berum himni þrátt fyrir að reglugerð kvæði á um að þak þyrfti að vera yfir slíkri matvælaframleiðslu. Ekki hafi þurft nema einn tölvupóst frá Kristjáni Loftsssyni til nafna síns Júlíussonar, þáverandi sjávarútvegsráðherra, tölvupóst, til að hann fékk undanþágu um langt árabil.

Sjá þáttinn hér: Synir Egils – Vettvangur dagsins 14. janúar (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí