Spáir endalokum Sjálfstæðisflokksins – „Bjarni gerir ekkert rétt“

Minnkandi fylgi Sjálftæðisflokksins er upptaktur að því að flokkurinn þurrkist út að óbreyttu.

Þetta segir Róbert Marshall blaðamaður og fyrrum þingmaður. Hann var gestur í þjóðmálaþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag.

Vondar pólitískar hugmyndir Bjarna Benediktssonar ráða mestu um fylgishrun flokksins að mati Róberts. Stórir pólitískir afleikir trekk í trekk, tali sínu máli.

Róbert rökstuddi mál sitt með annars með vísan í facebook-færslu Páls Magnússonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Páll skrifaði í gær að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei mælst með minna fylgi en nú í Þjóðarpúlsi Gallup – síðan þær mælingar hófust fyrir meira en 30 árum.

„Á sama tíma er formaður flokksins að nálgast einhverskonar Íslandsmet í vantrausti og óvinsældum í mælingum Maskínu. Formaðurinn er þó sallarólegur með þetta og segir lítið að marka þessar kannanir,“ skrifar Páll.

Páll bendir einnig á að Bjarni segi að andstæðingar hans voni að hann hætti.

„Þetta er líklega rangt mat,“ skrifar Páll. „Miðað við hve fylgið sópast nú hratt af flokknum er þvert á móti sennilegt að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voni að formaðurinn hætti alls ekki – heldur sitji sem lengst. Gamla kennisetningin er að ef andstæðingurinn er kála sér sjálfur skaltu láta hann í friði.“

„Hann gerir ekkert rétt,“ sagði Róbert um Bjarna í þættinum.

Hér má horfa á Syni Egils:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí