Fjöldahandtökur halda áfram í Rússlandi

Í það minnsta 32 voru handtekin í mótmælum víðs vegar í Rússlandi í gær. Þar af voru flest handtekin fyrir að minnast stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny, sem lést í rússnesku fangelsi fyrir níu dögum. Móðir Navalny fékk lík hans loks afhent í gær, eftir hótanir og ógnanir rússneskra yfirvalda sem óttast að mótmæli og gríðarlegan mannfjölda við útför baráttumannsins. 

Mótmælendur voru handteknir í níu borgum, þar af bæði í Moskvu og Pétursborg. Þar á meðal voru 27 manns handtekin fyrir þá synd að leggja blóm til að minnast Navalny og nokkur fjöldi var einnig handtekinn í borginni Novosibirsk, þegar þau gerðu tilraun til að ljósmynda mynd af Navalny við minnismerki um fórnarlömb pólitískra ofsókna. 

Þá var fólk handtekið fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu, sem í gær hafði staðið í tvö ár slétt. Sömuleiðis voru mótmælendur handteknir á mótmælum eiginkvenna hermanna, sem kröfðust þess að bundinn yrði endir á herkvaðningar. Meðal hinna handteknu voru að minnsta kosti fjórir blaðamenn. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí