Forsetar Kólumbíu og Bólivíu segja ummæli um þjóðarmorð á Gaza sönn

Forsetar Suður-Ameríku ríkjanna Kólumbíu og Bólivíu hafa hvorir tveggja stigið fram og lýst stuðningi sínum við kollega sinn í Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva. Lula kallaði framferði Ísraela á Gaza þjóðarmorð sem ættu sér enga hliðstæðu í sögunni aðra en helförn nasista gegn gyðingum. 

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, sagði á X, áður Twitter, í gær að Lula hefði aðeins sagt það sem satt væri. „Á Gaza er verið að fremja þjóðarmorð og þúsundir barna, kvenna og aldraðra almennra borgara eru myrt með heigulslegum hætti,“sagði Petro og bætti við enda yrði ofbeldið í Palestínu tafarlaust. 

Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti einnig stuðningi sínum við Lula á samfélagsmiðlum. „Sagan mun ekki fyrirgefa þeim sem sitja hljóðir hjá og horfa upp á þessa villimennsku,“ sagði Arce. Lula hefði sagt sannleikann um þjóðarmorð sem verið væri að fremja á „hinni hugrökku palestínsku þjóð“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí