Forsetar Suður-Ameríku ríkjanna Kólumbíu og Bólivíu hafa hvorir tveggja stigið fram og lýst stuðningi sínum við kollega sinn í Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva. Lula kallaði framferði Ísraela á Gaza þjóðarmorð sem ættu sér enga hliðstæðu í sögunni aðra en helförn nasista gegn gyðingum.
Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, sagði á X, áður Twitter, í gær að Lula hefði aðeins sagt það sem satt væri. „Á Gaza er verið að fremja þjóðarmorð og þúsundir barna, kvenna og aldraðra almennra borgara eru myrt með heigulslegum hætti,“sagði Petro og bætti við enda yrði ofbeldið í Palestínu tafarlaust.
Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti einnig stuðningi sínum við Lula á samfélagsmiðlum. „Sagan mun ekki fyrirgefa þeim sem sitja hljóðir hjá og horfa upp á þessa villimennsku,“ sagði Arce. Lula hefði sagt sannleikann um þjóðarmorð sem verið væri að fremja á „hinni hugrökku palestínsku þjóð“.