Grindvíkingum blöskrar að Bláa lónið fái að opna en þau ekki að fara heim

Grindvíkingar eru allt annað en sáttir með að Bláa lónið fái að opna aftur meðan þau mega ekki fara heim til sín. Í það minnsta ef marka má viðbrögð þeirra sem tjá sig um innan Facebook-hóps íbúa. Þau rök hafa komið fram að minni skemmdir hafi orðið á Bláa lóninu en bænum. Grindvíkingar segir þau rök ekki halda vatni, sum hús séu nær alveg óskemmd og því ekkert nema tvískinnungur að leyfa þeim ekki að snúa atur til síns heima.

„Það á að opna Bláa lónið á morgun, hvað leið á ferðafólkið að aka? Ég spyr: afhverju get ég ekki verið heima hjá mér í Þórkötlustaðarhverfi sem er algerlega án sprungna en gæti keypt mér hotelherbergi í lóninu og legið þar, það eru komnar upp aðvörunar flautur í hverfinu og ég get flúið á 5 min upp á suðurstrandaveg, tja hverskonar vitleysa er þetta?,“ spyr kona nokkur og virðast margir sammála henni.

„Algjörlega galið“ og „svo mikið rugl“segja Grindvíkingar. Nokkrir eru í engum vafa hvað veldur því að Bláa lónið fær þessa, að svo virðist, sérmeðferð. „Á Íslandi ráða sérhagsmunir, ekki hagsmunir almennings,“ skrifar einn þeirra.  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí