Ísraelar myrtu tugi kvenna og barna

Hið minnsta 25 Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelski herinn sprengdi upp hús í morgun þar sem flóttafólk hafðist við í Deir el-Balah á Gaza ströndinni. Flest hinna látnu eru konur og börn. Yfir 70 eru alvarlega særð eftir árásina og búist er við að tala látinna hækki verulega eftir því sem líður á daginn. Um 120 manns höfðust við í húsnæðinu. 

Samkvæmt opinberum tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gaza létust 104 í árásum Ísraelshers á milli fimmtudags eftirmiðdegis og föstudags. 160 eru sárir. Tæplega 30 þúsund Palestínumenn eru látnir frá því að Ísraelar hófu árásarstríð sitt 7. október og 70 þúsund hafa særst. 

Fulltrúar neyðaraðastoðar Sameinuðu þjóðanna við Palestínu, UNRWA, hafa lýst því að þeir geti ekki lengur veitt neyðaraðstoð á norðurhluta Gaza. Sameinuðu þjóðirnar hafa enn á ný varað við yfirvofandi hungursneið á Gaza. Vatn er mengað og lítinn sem engan mat að hafa. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí