Ísraelar skjóta á hungrað fólk sem reynir að nálgast neyðaraðstoð – Skotið á fiskibáta

Ísraelskir hermann hófu skothríð á hundruð Palestínumanna þegar þeir síðarnefndu reyndu að nálgast matvæli sem neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna flutti inn í Gazaborg. Þá hafa ísraelskir herbátar skotið á palestínska smábáta við veiðar út af strönd Gaza. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að hungursneið sé að breiðast út á Gaza sem hitti fyrir þær 2,3 milljónir manns sem séu þar innikróuð. 

Al Jaseera fréttastofan greinir frá því að starfsmenn hennar hafi undir höndum og hafi sannreynt myndefni sem sýnir umræddar skotárásir í báðum tilfellum. Ekki hefur fengist staðfest hvort einhverjir hafi fallið eða særst.

Hungur og örvænting fer sívaxandi á Gaza og Palestínumönnum eru allar bjargir bannaðar. Birgðatrukkar sem koma inn á svæðið eru fáir, alltof fáir, og því hættir fólk lífi sínu til að ná til þeirra undir skothríð Ísraela. Aðra fæðu er ekki að hafa á Gaza og fólk rótar í rusli í veikri von um að finna eitthvað til að borða. 

Áður en árásarstríð Ísraela hófst gátu palestínskir fiskibátar veitt undan ströndum Gaza, allt út í 23 mílna fjarlægð. Með því að Ísraelar varni þeim þess nú, og skjóti á bátana, er verið að skera á mikilvæga uppsprettu fæðu á svæðinu, þar sem ekkert er að hafa annað en það litla sem flutt er inn á Gaza af neyðaraðstoð. Ísraelar hafa hafnað því að hleypa frekari neyðaraðstoð inn á svæðið þrátt fyrir að pressu frá alþjóðasamfélaginu. Með því brjóta þeir ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því í desember, sem og bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí