Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalny látinn

Rússneski stjórnarandstæðingurinn og andófsmaðurinn Alexei Navalny er látinn. Eftir því sem rússneskt fangelsismálayfirvöld greina frá lést Navalni í fangelsi í morgun. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda veiktist Navalny á göngu í fangelsinu og missti meðvitund. Tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Navalny var 47 ára gamall. Yfirvöld í Kreml segja að dánarorsök hans sé ekki ljós.  

Navalny var einhver helsti og einarðasti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta. Hann var meðal þeirra sem skipulögðu og komu af stað mótmælaherferð í Rússlandi á árunum 2011 til 2012 með baráttu sinni gegn kosningasvindli og spillingu stjórnvalda. Árið 2013 bauð Navalny sig fram til borgarstjóra í Moskvu og hlaut 27 prósent atkvæðanna í kosningunum, sem dugði honum þó ekki til að hreppa stólinn. 

Árið 2020 lék grunur á um að rússneska leyniþjónustan FSB hefði eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu novichok. Navalny féll þá í dá og var fluttur til Þýskalands til meðferðar. Hann náði sér og sneri aftur til Rússlands í janúar árið 2021, til þess eins að verða handtekinn fyrir að hfa rofið skilorð. Var hann dæmdur til fangelsisvistar. Fleiri ákærur á hendur Navalny voru síðan settar fram og hann dæmdur fyrir þær, alls í yfir 30 ára fangelsi. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí