Tugir látnir og særðir eftir að ísralskar hersveitir réðust inn í Nasser-sjúkrahúsið

Ísraelsher hefur ráðist inn í Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis á Gaza-ströndinni. Heimildarmenn á staðnum greina frá þessu og að skotið sé með vélbyssum og stórskotaliðsvopnum. 

Samkvæmt frétt Al Jazeera fréttastofunnar hefur herinn ráðist á fæðingardeild sjúkrahússins, á bæklunardeild þess og bráðadeild. Tugir eru særðir og ótilgreindur fjöldi er látinn. Enga læknisaðstoð er hægt að veita þeim særðu á sjúkrahúsinu í aðstæðunum og var öllu heilbrigðisstarfsfólki smalað saman og hendur þess bundnar á bak aftur. Heimildarmenn Al Jazeera segja einnig að ísraelski herinn ráðist að fólki bæði innan veggja sjúkrahússins, sem og utan við það.

Læknar án landamæra greina frá því á Twitter að læknar á þeirra vegum á sjúkrahúsinu lýsi því að glundroði ríki þar. Sömu læknar staðfesta að fjöldi fólks sé ýmist látið eða sært. Eins læknis á vegum samtakanna er saknað og annar var færður í hald af ísraelskum hermönnum. Læknalið var tilneytt til að flýja sjúkrahúsið og neyddist til að skilja fjúklinga eftir.  Samtökin krefjast þess að ísraelar hætti árásum og dragi herlið sitt til baka. Minnt er á að sjúkrahúsið eigi að njóta verndar undir alþjóðalögum. 

Hamas-samtökin hafa í yfirlýsingu lýst því að árásin sé áframhald útrýmingarstríð Ísraela. Ísraelsher heldur því fram að hann hafi áreiðanlegar heimildir fyrir því að Hamas haldi gíslum innan veggja sjúkrahússins. Herinn hefur ekki lagt fram neinar sannanir fyrir þessum fullyrðingu. Hamas samtökin hafa neitað því að svo sé og segja fullyrðingar þar um, sem og að samtökin noti sjúkrahúsið sem bækistöð séu lygar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí