Baldur hárbreidd frá forsetaframboði þökk sé Trump

Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor virðist hallast að því að láta slag standa og bjóða sig fram til forseta Íslands. Í það minnsta má draga þá ályktun af viðtali hans við útvarpsstöðina K100 í morgun. Baldur sagðist ekki ákveðinn en gaf þó sterklega í skyn að hann væri að íhuga það af alvöru.

„Nei, ég hef ekki ákveðið að taka slaginn en við höfum sagt að við skulum hlusta,“ sagði Baldur. Ekki er ólklegt að þessi mjúkari afstaða sé að hluta þökk sé gífurlega stórum hópi stuðningsmanna hans á Facebook. Hópur telur nú yfir tíu þúsund manns, þrátt fyrir að hafa verið stofnaður fyrir örfáum dögum. Hópurinn var stofnaður af Gunnari Helgasyni rithöfundi og samstarfsmanni Felix Bergssonar, eiginmanns Baldurs.

Baldur var einnig orðaður við forsetaembættið fyrir átta árum. Þá virðist hann hafa ákveðið að láta það eiga sig þá. Í viðtalinu í morgun sagðist Baldur horfa á framboð með öðrum augum nú en árið 2016. Stór ástæða fyrir því væri kosningasigur Donald Trumps, stuttu eftir forsetakosningar á Íslandi 2016.

„Felix spurði mig einmitt af hverju ég hafi ekki verið tilbúinn að hlusta fyrir átta árum en sé tilbúinn til þess núna. Þá fór ég að hugsa, hvað hefur breyst á þessum átta árum? Frá því síðast hefur Trump verið kosinn, það er bakslag í lýðræðisumræðunni, í mannréttindaumræðunni, í kvennabaráttunni og hatursorðræðu. Í alþjóðamálunum, sem ég brenn fyrir, þar er allt á hvolfi. Það er kannski þess vegna sem við erum tilbúnir að hlusta og velta þessu fyrir okkur. Ég held að það sé ástæðan.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí