Dómsmálaráðherra telur sektir vegna svika skipafélaganna næga fordæmingu

Samfélagið 6. mar 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist telja að íslenskt atvinnulíf sé að jafnaði borið uppi af dugnaði og heiðarleika. Hún telur svik í íslensku atvinnulífi ekki vandamál.

Þetta kom fram í beinni útsendingu á Samstöðinni í gærkvöld en Guðrún fór þá ítarlega yfir breytta stefnu í útlendingamálum innan ríkisstjórnarinnar sem og mörg fleiri mál.

Þótt grunur leiki á mansali, skattsvikum, samráði og brotum á réttindum launafólks í atvinnulífinu, segist dómsmálaráðherra telja að langflest fyrirtæki hafi sitt á þurru og komi vel fram við erlent starfsfólk. Lögregla gerði mikla rassíu vegna þeirra mála síðast í gær.

Hraður vöxtur ferðaþjónustu og vaxtaverkir sem fylgt hafa miklum fjölda erlends vinnuafls sem ber greinina uppi í viðtalinu. Tekist hefur verið á um innviðaálag og meðferð á starfsfólki. Þegar ráðherra hældi íslensku atvinnulífi var spurt hvort hrós hennar ætti líka við stórfyrirtæki eins og Samskip og Eimskip sem höfðu með sér ólöglegt samráð sem kostaði íslenska neytendur og ríkið 62 milljarða króna. Sjá svör ráðherra hér:

Rauða borðið 5. mars – Guðrún Hafsteinsdóttir (youtube.com)

Allt viðtal er hægt að nálgast hér:

Rauða borðið 5. mars – Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræðir breytingar á útlendingalögum. (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí