Öflugt forsetaefni hefur stigið fram

Halla Tómasdóttir hlaut góðar viðtökur hjá stuðningsfólki í grósku þegar hún tilkynnti um forsetaframbðoð sitt í hádeginu.

Hún segist brenna fyrir að bjóða sig fram sem sameiningartákn þjóðarinnar og telur mikilvægan lið í því að forseti hefji sig upp yfir pólitískt dægurþras.

Eigi að síður ræddi Halla mikilvægi friðar, umhverfisverndar og fleiri pólitísk mál í ræðu sinni. Hún segist hafa mikla reynslu af því að leiða fólk saman til góðra verka.

Í fyrirspurnum sem fylgdu kom fram að Halla telur að blómleg landsbyggð geti skipt sköpum fyrir þjóðina.

Halla er sterkasti kandídatinn sem býður sig fram til forseta síðan Guðni Th. upplýsti um ákvörðun sína að hverfa frá Bessastöðum í sumar. Fylgi Höllu þegar hún bauð sig fram gegn Guðna fyrir átta árum óx dag frá degi. Það stóð í tveimur prósentum til að byrja með en endaði í 28 prósentum.

Halla hefur starfað í New York undanfarið. Hún segir ákvörðun sína um að bjóða sig fram hafa verið erfiða. Hún trúi því hins vegar að hún geti komið góðu til leiðar í þágu íslensku þjóðarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí