Ríkið selur blóðvín – Sólveig Anna krefst þess að það verði tekið úr sölu

Grunlausir Íslendingar hafa líklega margir drukkið vínið Clos de Gat en þrúgur þess er ræktaðar á landi sem vökvaður hefur verið með blóði. Clos de Gat er bæði rauðvín og hvítvín en það er framleitt í Kibbutz í Ísrael sem á sér blóðidrifna sögu. Þar var áður þorpið Bayt Jiz en það var þurkað út í þjóðernishreinsunum árið 1948, þegar yfir 15 þúsund Palestínumenn voru myrtir. Þeir sem síður vilja drekka þetta vín geta séð mynd af flöskunni neðst í fréttinni.

Yousef Ingi Tamimi vekur athygli á þessu innan Facebook-hópsins Sniðganga fyrir Palestínu – BDS Ísland. Hann hvetur alla sem vettlingi geta valdið til þess að senda ÁTVR póst og krefjast þess að þetta blóðvín verði tekið úr umferð. Ein þeirra sem svarar því kalli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, en hún birtir bréf sitt til ÁTVR. Það má lesa hér fyrir neðan.

Komdu sæl Sigrún. Ég bið þig að afsaka ónæðið, en erindið er brýnt. Hjá ykkur er til sölu vínið Clos de Gat. Þessi tegund er framleidd í Ísrael. Eins og þú veist stendur Ísraels-ríki nú fyrir skelfilegum fjöldamorðum, þjóðernishreinsunum, á saklausu fólki á Gaza. Meira en 32.000 manneskjur, þar af meira en 12.000, börn hafa verið myrt á síðustu mánuðum. Við hér á Íslandi getum því miður lítið gert til að stöðva þessa viðbjóðslegu glæpi en við getum þó beitt okkur. EInfaldasta leiðin, sem getur reynst mjög árangursrík, sjá dæmið af Suður-Afríku og endalokum hinnar hræðilegu aðskilnaðarstefnu sem að þar var rekin, er að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael. Sem viðskiptavinur ÁTVR krefst ég þess að vín frá framleiðandanum Clos de Gat og önnur ísraelsk vín verði tafarlaust tekin úr sölu hjá ykkur. Ég vona af öllu hjarta að þið fallist á þessa einföldu kröfu. Við getum ekki staðið hjá þegjandi og hljóðalaust meðan að saklaust fólk er myrt af skelfilegum blóðþorsta. Okkur ber siðferðileg og pólitísk skylda til að gera það sem við getum svo að stjórnvöld í Ísrael fái skýr skilaboð um að almenningur á Íslandi fordæmir með öllu framferði þeirra.Kær páskakveðja,

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí