Sigríður vill vinnu hjá fjármálaráðuneytinu – eins og Brynjar Níelsson

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins, er meðal þeirra sem sóttu um embætti ráðuneytisstjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra árið 2019, eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið stjórnsýslulög við skipan dómara í Landsrétti. Hún féll svo af þingi eftir að hafa beðið afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2021.

Þess má geta að annar þingmaður fékk afspyrnu lélega kosningu í þessu sama prófkjöri, Brynjar Níelsson. Hann endaði í fimmta sæti, en hafði sóst eftir öðru sæt­inu, líkt og Sigríður. Hann hóf störf hjá fjármálaráðuneytinu síðastliðinn október.

Auk Sigríðar sótti Tómas Brynjólfsson, settur ráðuneytisstjóri, um embættið. Hann hefur starfað lengi innan ráðuneytisins en hann er þó þekktastur fyrir að hafa staðið að baki því að fjármálaráðuneytið lagðist gegn því að Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands um áratugaskeið, yrði ráðinn sem ritstjóri fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review. Samstöðin fjallaði nánar um það mál á dögunum.

Auk þeirra tveggja sóttu sex aðrir eftir embættinu:

Esther Finnbogadóttir, leiðandi sérfræðingur

Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofustjóri 

Jóhann Ágústsson, viðskiptafræðingur/ráðgjafi

Matthías G. Pálsson, fastafulltrúi Íslands hjá FAO, WFP og IFAD í Róm 

Sigríður Kristbjörnsdóttir, löggiltur endurskoðandi, fjármála- og verkefnastjóri 

Sigurður H. Helgason, forstjóri 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí