Óprúttnar aðferðir Starbucks

Vinsæl aðferð er að loka kaffihúsum þar sem starfsfólk hefur kosið með því að ganga í stéttarfélag. Síðan opnar það aftur á nýjum stað með nýju starfsfólki. Fjölmörg staðfest dæmi eru til um þessa aðferð, meðal annars mál sem hafa verið tekin fyrir hjá Vinnumálastofnun Bandaríkjanna NLRB. Sjá úrskurð stofnunarinnar hér

Stundum eru frumkvöðlar stéttarfélaga reknir. Það er að segja starfsfólk á kaffihúsi sem leiðir þá vegferð að virkja samtakamátt og krefjast betri kjara. Sjá úrskurð stofnunarinnar hér

Stundum verða starfsmenn sem taka þátt í stéttarfélagstarfi fyrir ógnandi hegðun og sæta hefndarverkum. Sjá úrskurð stofnunarinnar hér

Haldið er eftir bónusgreiðslum eða réttindum til þeirra starfsmanna sem beita sér fyrir bættum vinnuaðstæðum eða stofna til stéttarfélags. Sjá úrskurð stofnunarinnar hér

Einnig mætti nefna aðgerðir sem hindra starfsemi stéttarfélaga. Sjá úrskurð stofnunarinnar hér

Mynd: Stéttarfélagsbundið starfsfólk Starbucks Elmwood Avenue í Buffalo, New York hefur mótnælt fyrir utan kaffihúsið með kröfuspjöldum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí