Yfir 100 látnir á síðasta sólarhring – 35 prósent allra bygginga á Gaza skemmdar eða ónýtar

Mynd: Stephen William and Saber Ashor

Yfir 100 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers víðsvegar um Gaza síðusta sólarhring. Yfir 100 eru þá einnig látnir eftir árásir Ísraela á al-Shifa sjúkrahúsið sem hófust 18. Mars. Ísraelsher situr enn um sjúkrahúsið og hafa sprengt hluta bygginga hans í loft upp samkvæmt lýsingum sjónarvotta. Þá sýna nýjar gervihnattamyndir að 35 prósent allra bygginga á Gaza hafa verið eyðilagðar eða skemmdar. Áður hefur verið greint frá því að 60 prósent innviða á Gaza-strönd hafi verið eyðilagðir og er þar átt við vatnsveitur, vegi, raflínur og önnur mannvirki. 

Árásir Ísraelshers í nótt og morgun urðu tugum Palestínumanna að bana og særðu enn fleiri í og við Gazaborg, í Deir el-Balah og í Nuseirat flóttamannabúðunum. Árásirnar mannskæðu voru gerðar á íbúðahverfi í al-Mina, þar sem stórskotaliði var beitt, og á Shati flóttamannabúðirnar, þar sem loftárás var gerð. Hvoru tveggja staðirnir eru vestur af Gazaborg. 

Þá eru tugir látnir eftir lofskeytaárás, stórskotahríð og skothríð í nágrenni al-Shifa sjúkrahússins í Gazaborg, en Ísraelsher hefur setið um sjúkrahúsið í á fjórða sólarhring. Þetta er í fjórða sinn síðan árásarstríð Ísraela hófst sem ráðist er á sjúkrahúsið. Ísraelsher sprengdi upp byggingu á sjúkrahúss svæðinu sem hýsti gjörgæslu, og fyrirskipaði rýmingu sjúkrahússins alls, þar á meðal hundruða sjúklinga.

Tala látinna Palestínumanna er nú kominn yfir 32 þúsund manns, og hátt í 75 þúsund eru sár. Þá er um 8.000 saknað og má gera ráð fyrir að stór hluti þess fólks sé látið, fast undir rústum. Stærstur hluti látinna eru konur og börn. 

UNOSAT, gervihnattamiðstöð Sameinuðu þjóðanna, hefur borið saman háskerpu gervihnattamyndir frá 29. febrúar og eldri myndir, sem teknar voru bæði áður og eftir að árásarstríðið hófst á Gaza. Niðurstaða UNOSAT er að 35 prósent af öllum byggingum á Gaza, samtals 88.868 byggingar, hafi verið eyðilagðar eða skemmdar. Þar eru ríflega 31 þúsund byggingar ónýtar, um 17 þúsund mjög mikið skemmdar og 40 þúsund talsvert skemmdar. 

Síðustu sambærilegar niðurstöður voru birtar í janúar og þá var hlutfallið 30 prósent, sem þýðir að um 20 þúsund byggingar hafa verið eyðilagðar eða skemmdar síðan þá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí