Baldur sterkastur meðal kvenna, Jón meðal ungs fólks en Katrín meðal eldra fólks og í Kraganum

Forsetakosningar 16. apr 2024

Baldur Þórhallsson nýtur meira fylgis kvenna heldur en karla á meðan að óverulegur munur er á stuðningi kynjanna við aðra forsetaframbjóðendur. Jón Gnarr nýtur mests fylgis ungs fólks en það fjarar hratt út með hærri aldri og er vart mælanlegt í elsta aldurshópnum. Þar stendur Katrín Jakobsdóttir sterkust. 

Þetta er meðal þess sem má sjá í niðurbroti á niðurstöðu könnunar Prósent fyrir Morgunblaðið. Í blaðinu í dag eru niðurstöður könnunarinnar rýndar og aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu til einstakra frambjóðenda. Þá mælist fylgi Baldust 29,5% en mældist með 25,8% þegar tekið var tillit til þeirra sem óákveðnir voru eða vildu ekki gefa upp hvern þeir styddu. Katrín mælist með 25,3% stuðning. Munurinn á milli þeirra tveggja er ekki tölfræðilega marktækur, rétt eins og hann var ekki tölfræðilega marktækur þegar tekið var tillit til þeirra sem ekki tóku afstöðu. 

Jón mælist með 19,3% fylgi og Halla Hrund Logadóttir með 12,1% Þau fjögur skera sig úr þegar kemur að stuðningi, þau einu sem komast yfir tveggja stafa tölu. 

Þegar horft er til búsetu sést að Baldur setndur best í Reykavík og á landsbyggðinni en eilítið hallari fæti í Kraganum. Þar er hins vegar mestur stuðningur við Katrínu, sem kann að koma á óvart þar eð flokkur hennar, Vinstri græn, hafa í sögulegu samhengi staðið hvað veikast þar, og á Suðurlandi. Stuðningur við Jón er mestur í Reykjavík, litlu minni í Kraganum en töluvert minni á landsbyggðinni. Óverulegur munur er á stuðningi við Höllu Hrund eftir landssvæðum. 

Sé horft á stuðning við frambjóðendurna með tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka þarf ekki að koma á óvart að Katrín stendur langsterkust þegar kjósendur Vinstri grænna eru spurðir. Þeir Jón og Baldur njóta svipaðs fylgis þar en Halla Hrund mjög lítils. Katrín er þá einnig vinsælust hjá stuðningsmönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Mynstrið er svipað þar, þeir Jón og Baldur eru á svipuðum slóðum, þó ívið fleiri stuðningsmenn Framsóknarflokks styðji Baldur en Jón. 

Baldur stendur best þegar horft er til kjósenda Viðreisnar og Pírata, og því sem næst jafn sterkt hjá kjósendum Samfylkingar og Flokks fólksins. Þá stendur hann einnig sterkt meðal kjósenda Sósíalista en ekki eins vel og í fyrrnefndum tilfellum. Þar á Halla Hrund hlutfallslega svipað mikinn stuðning. 

Jón Gnarr stendur best hjá kjósendum Pírata en verst hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Fylgi hans í öðrum flokkum er nokkuð svipað. Athygli vekur að Píratar vilja ekki sjá Katrínu, þar mælist hún með minnst fylgi frambjóðendanna fjögurra og er það mjög takmarkað. 

Hlutfallslega flestir styðja aðra frambjóðendur en þau fjögur í kjósendahópi Miðflokksins, en Sósíalistar eru einnig nokkuð áhugasamir um aðra frambjóðendur. Hlutfallslega langfæstir úr stuðningsmannahópi Samfylkingarinnar styðja aðra frambjóðendur en þau fjögur. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí