Fyrst og fremst stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar sem treystir Katrínu

Í mælingu Maskínu á trausti til ráðherra í lok síðasta árs sögðust 34% aðspurðra treysta Katrínu Jakobsdóttur mikið en 45% treysta henni lítið. Í fyrstu mælingu á trausti til Katrínar sem forsætisráðherra, í nóvember 2018, mældist traustið líka 34% en vantraustið var þá minna, eða 39%. Katrín er því núna nánast á byrjunarreit varðandi traust, en í millitíðinni reis traustið á henni allt upp í 61% í árslok 2021 og vantraustið var þá skroppið saman í 19%. Í forsætisráðherratíð Katrínar hefur því traustið risið, og hnigið aftur.

Þetta má sjá á þessu grafi sem sýnir annars vegar hlutfall þeirra sem sögðust bera mikið traust til Katrínar og hinna sem sögðust bera lítið traust til hennar.

Kannanir Maskínu á trausti til ráðherra eru gerðar óreglulega svo grafið sýnir ekki jafnan tímaás. En sagan sést vel: Katrín ávann sér traust landsmanna, einkum á tímum cóvid, en missti svo traustið frá sér. Fyrsta mælingin var gerð ári eftir að Katrín varð forsætisráðherra, 34%. Til samanburðar var fyrsta mæling á Bjarna Benediktssyni sem forsætisráðherra 28%, á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni 50% og á Jóhönnu Sigurðardóttur 61%.

Í nýjustu könnuninni, frá nóvember síðastliðnum, sögðust 34% treysta Katrínu en 45% vantreysta henni. Hún naut aðeins meira traust meðal kvenna, heldur meira trausts meðal eldra fólks, meira trausts fólks með lengri skólagöngu og heldur meira trausts meðal hinna efnameiri. En munurinn þarna á milli var ekki afgerandi, veik tilhneiging fremur en veigamikil breyta.

Það sem skipti mestu varðandi trausts til Katrínar var afstaða til stjórnmálaflokka. Skiljanlega naut Katrín mest trausts meðal stuðningsfólks Vg, en hún naut líka mikils traust meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ef við tökum saman afstöðu stuðningsfólks ríkisstjórnarflokkanna þá sögðust 63% þeirra treysta Katrínu á meðan hún naut trausts aðeins 23% meðal kjósenda annarra flokka.

Og vantraustið speglaði þetta. Meðal kjósenda ríkisstjórnarflokkanna sögðust 18% vantreysta Katrínu en meðal kjósenda annarra flokka mældist vantraustið 57%.

Og af könnuninni má ráða að meðal þeirra sem ekki tóku afstöðu til flokka hafi um 27% treyst Katrínu en 48% ekki. Afstaðan til Katrínar er því alls ekki hafið yfir flokkapólitík. Það sem helst skýrir afstöðu fólks til Katrínar er þvert á móti afstaða fólks til flokka.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí