Kom verulega á óvart að Katrín skyldi stökkva frá borði

„Ég sé ekki hvernig þetta getur verið þjóðarhagur,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur að bjóða sig fram til forseta. Ragnheiður var meðal gesta í Synum Egils fyrr í dag. Þann þátt má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Ragnheiður segir að það hafi komið sér verulega á óvart að Katrín hafi ákveðið að stíga þetta skref. Hún er ómyrk í máli og segir að Katrín sé einfaldlega að stökkva frá borði. „Það sem kemur mér mest á óvart í þessu, er að það er enginn sem ræðir það, finnst engum það skrýtið að Katrín Jakobsdóttir skuli fara frá borði. Mér finnst það vera stærsta fréttin í þessu, að núverandi forsætisráðherra, að hún skuli hætta á þessum tímapunkti, það eru 18 mánuðir í næstu kosningar samkvæmt því sem ætti að vera. Mér finnst það ekki vera rætt,“ sagði Ragnheiður og hélt áfram:

„Mér finnst það vera eftiráskýringar að hún hafi tekið þá ákvörðun að ætla ekki að gefa kost á sér í næstu Alþingiskosningum, „þess vegna geti ég farið fram núna“. Ég verð að segja mér finnst Katrín Jakobsdóttir flottur stjórnmálamaður, það hefur verið gaman að fylgjast með henni í gegnum tíðina. En það kom mér verulega á óvart að hún skyldi stökkva frá borði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí