Kristján Loftsson segir Matvælaráðuneytið halda áfram að skaða sig

„Það er aug­ljóst í mín­um huga að mat­vælaráðuneytið, und­ir for­ystu ráðherra Vinstri-grænna, skeyt­ir engu um niður­stöðu umboðsmanns Alþing­is og held­ur skipu­lega áfram í sinni veg­ferð að reyna að leggja at­vinnu­starf­sem­ina af, þótt hún bygg­ist á lög­um,“ segir Kristján Loftsson hjá Hval ehf í Mogganum í dag.

Kristján kvartar undan að ekkert gangi að fá leyfi til hvalveiða og setur þar með þrýsting á Bjarkeyju Olsen, nýjan matvælaráðherra, eftir að upp úr sauð milli hans og Svandísar Svavarsdóttur vegna inngripa ráðherrans.

Nú er Svandís komin í annað ráðuneyti eftir að Umboðsmaður alþingis átaldi hana vegna banns á veiðum. Bannið hafi ekki verið í samræmi við viðurkennda stjórnsýslu en Svandís vísaði til dýraverndar.

Kristján segir í Mogganum að ef ekki fáist starfsleyfi sé ekki hægt að ganga í mannaráðningar eða kaup á aðföngum. Að óbreyttu verði engar hvalveiðar seinna á árinu.

Kristján ætla sér að lögsækja íslenska ríkið eftir stjórnsýslu Svandísar sem hann segir að hafi skaðað fyrirtækið mjög. Gætu milljarðar af opinberu fé verið undir í bótum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí