„Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum,“ segir Kristján Loftsson hjá Hval ehf í Mogganum í dag.
Kristján kvartar undan að ekkert gangi að fá leyfi til hvalveiða og setur þar með þrýsting á Bjarkeyju Olsen, nýjan matvælaráðherra, eftir að upp úr sauð milli hans og Svandísar Svavarsdóttur vegna inngripa ráðherrans.
Nú er Svandís komin í annað ráðuneyti eftir að Umboðsmaður alþingis átaldi hana vegna banns á veiðum. Bannið hafi ekki verið í samræmi við viðurkennda stjórnsýslu en Svandís vísaði til dýraverndar.
Kristján segir í Mogganum að ef ekki fáist starfsleyfi sé ekki hægt að ganga í mannaráðningar eða kaup á aðföngum. Að óbreyttu verði engar hvalveiðar seinna á árinu.
Kristján ætla sér að lögsækja íslenska ríkið eftir stjórnsýslu Svandísar sem hann segir að hafi skaðað fyrirtækið mjög. Gætu milljarðar af opinberu fé verið undir í bótum.