Lét félagið greiða vorferð, jólaboð og skemmtikvöld lífeyrisþega

Í samantekt frá óháðum bókara KPMG segir af færslum þar sem Hjálmar Jónsson, fyrrum formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands greiddi fyrir veitingar, ferðir fyrir lífeyrisþega og fleira sem tengist ekki almennum rekstri félagsins. Þetta virðist hafa verið gert án heimildar.

Í bréfi löggiltrar endurskoðunar til stjórnar Blaðamannafélagsins eftir að stjórn BÍ ákvað að láta skoða fjárreiður Hjálmars langt aftur í tímann segir:

„Ekki koma fram skýringar afhverju BÍ stofnaði til þessa kostnaðar og ekki fannst heimild frá stjórn fyrir þessum kostnaði. Félagið hefur greitt 7,6 m.kr. á árunum 2014- 2023 í föstudagskaffi, vorferð og jólaboð fyrir “föstudagshóp” sem eru lífeyrisþegar,“ segir í úttektinni.

Kostnaður vegna þessa tengist ekki beint starfsemi félagsins. Ekki var hægt að finna samþykki stjórnar fyrir þessum kostnaði.

„Það er skortur á aðgreiningu starfa hjá félaginu. Án aðgreiningar starfa er hætta á að misferli og villur uppgötvist ekki. Stjórn veiti samþykki fyrir kostnaði sem tengist ekki beint starfsemi félagsins hverju sinni,“ segir í úttektinni.

Áður hefur verið upplýst um agnúa á umsýslu framkvæmdastjórans svo sem fyrirframgreidd laun án heimildar vaxtalaust og fleiri atriði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí