Lík lækna finnast í rústum al-Shifa sjúkrahússins – Líkamsleifar kramdar af ísraelskum farartækjum

Lík þekktra palestínskra lækna og heilbrigðisstarfsfólks hafa fundist meðal látinna í rústunum af al-Shifa sjúkrahúsinu á Gaza, eftir að Ísraelshers dró herlið sitt frá sjúkrahúsinu síðastliðinn mánudag. Ísraelar sátu um sjúkrahúsið í tvær vikur, gerðu ítrekaðar árásir á byggingar þess og réðust inn í þær. Eftir umsátrið er sjúkrahúsið gjörónýtt og óttast er að hundruð hafi týnt lífinu. 

Palestínumenn hófu leit í rústunum eftir að Ísraelar drógu herlið sitt til baka á mánudaginn og sú leit hélt áfram í gær. Meðal líkamsleifa sem hafa fundist eru lík lýtalæknisins Ahmad Maqadmeh og lík móður hans, Yusra al-Maqadmeh, sem var einnig læknir. Lík þeirra fundust hlið við hlið. Skammt frá þeim fannst einnig lík frænda þeirra, Bassem al-Maqadmeh. 

Al-Maqadmeh var þekktur lýtalæknir sem hafði fengið viðurkenningar fyrir störf sín. Kollegar al-Maqadmeh hafa syrgt hann og vottað fjölskyldu hans virðingu sína á samfélagsmiðlum, en hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn, auk föður síns sem einnig missti eiginkonu sína. Ghassan Abu Sittah, bresk-palestínskur lýtalæknir sem unnið hefur á sjúkrahúsum á Gaza-ströndinni eftir að árásarstríð Ísraela hófst lýsti því að vinur sinn og kollegi hefði verið falleg sál og frábær skurðlæknir. “Hollusta hans var engu lík. Við munum aldrei fyrirgefa.”

Þegar hafa fundist á þriðja tug líka í rústum spítalans, og sum þeirra voru kramin af ísraelskum skriðdrekum eða öðrum ökutækjum, að því er fréttastofa AFP greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld á Gaza greindu frá því á mánudaginn að ísraelskir hermenn hefðu drepið um það bil 400 Palestínumenn innan veggja spítalans og í næsta nágrenni hans. 

Ísraelar hafa haldið því fram að Hamas-hreyfingin hafi notað sjúkrahúsið sem bækistöð en hafa hins vegar litlar sannanir fært fram til að staðfesta þær fullyrðingar sínar. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí