Norðlendingar fastir í greipum kuldabola

Samfélagið 2. apr 2024

Akureyringar hafa í dag verið iðnir við að pósta veðurspám á samfélagsmiðlum. Fimbulvetur virðist í kortunum í almanaksmánuði sumars.

Frost mun slaga nálægt 20 gráðum þegar kaldast verður næstu daga. Ekki eina rauða tölu að finna fyrir Akureyri samkvæmt norsku veðurspánni að ofan.

Gárungar hafa á orði að það sé þó bót í máli að skíðasnjóinn í Hlíðarfjalli muni að óbreyttu ekki taka upp fyrr en um verslunarmannahelgi!

Á sama tíma eru garðlóðir í Reykjavík að taka á sig grænan lit.

En sá hlær best sem síðast hlær. Norðlendingar hafa oft betur í keppninni við höfuðborgarsvæðið er kemur að sumarveðrinu þótt apríl sé harla kaldranalegur í hinu bjarta norðri það sem af er.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí