Sagði einn ráðherra ósatt og kjaftaði annar frá?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra VG, kann að hafa farið frjálslega með staðreyndir þegar hann greindi blaðamönnum frá því að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að Katrín Jakosdóttir hefði ekki greint fundinum frá ákvörðun sinni um forsetaframboð.

Í frétt Vísis segir: „Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði.“

Aftur á móti hefur orðið Höskuldarviðvörun (sem kunn er innan Framsóknarflokksins þegar skipti verða á forsætisráðherrum) komið upp ef vitnað er til ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar, ráðherra Framsóknarflokksins að loknum fundinum í morgun:

„Væntanlega hefur forsætisráðherra talað við ykkur eða mun tala við ykkur?

„Hún upplýsti okkur um ákvörðun sína og svo tökum við bara á því sem gera þarf,“ sagði Sigurður Ingi við Rúv.

„Munt þú leiða nýja ríkisstjórn? Spyr fréttamaður:

„Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna. Í kjölfar á henni þurfum við að taka samtal.“

Sumir túlka ummæli Sigurðar Inga sem svo að auknar líkur séu á að Katrín tilkynni Guðna Th Jóhannessyni í dag að hún hætti í ríkisstjórninni þá verði Sigurður Ingi forsætisráðherra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí