Slæm hugmynd sem bítur almenning fast

Í Ontario-fylki í Kanada, þar sem hin blómlega borg Toronto á heima, þar sem landslag gróðursælla skóga og glitrandi stöðuvatna er við bakland frjórra ræktarlanda, standa hjúkrunarfræðingar einhuga í baráttu sinni fyrir bættum starfsaðbúnaði á vinnustöðum sínum.

Eins og víða í hinum vestræna heimi hefur nýfrjálshyggjan gengið mjög langt. Það á sannarlega líka við um Kanada, þar er ekkert heilagt fyrir hina hrifsandi hönd markaðarins. Þar hefur eins og á Íslandi ellin verið arðgreiðsluvætta með skelfilegum afleiðingum. Það má kannski segja að þessar dæmalausu vitlausu hugmyndir hafi bitið almenning hressilega í rassinn, nú 40 árum seinna eftir innleiðingu.

Síðasta föstudaginn skipulagði starfsfólk í langtímahjúkrun upp 37 samstöðufundi víðs vegar um Ontario til að vekja athygli á skelfilegri stöðu mála á hjúkrunarheimilum sem reknir eru í hagnaðarskyni á meðan stórfyrirtækin sem sjá um reksturinn hafa safnað milljörðum í arðgreiðslum. Helsti vinnuveitandi þeirra er Exendicare, stærsta arðgreiðsluvætta hjúkrunarheimilin í Ontario sem skilaði 1,3 milljörðum dollara í tekjur árið 2023.

Hjúkrunarfræðingar, stuðningsfulltrúar og gestamóttökufólk eru í hópi 3.000 félagsmanna í stéttarfélagi hjúkrunarfræðinga í Ontario (ONA) sem berjast fyrir bættri mönnun til að bæta þjónustu við íbúa.

Aðal vinnurekandi í þessum vinnudeilum er Extendicare sem á og rekur langtímaumönnun í Kanada.

Myndir: Frá hinum ýmsu samstöðufundum síðasta föstudag 12. apríl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí