Varafólk Katrínar ekki búið að segja sig úr Vg

Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi var þriðja á lista Vg í Reykjavík norður og á því að taka sæti á Alþingi þegar Katrín Jakobsdóttir segir af sér. Eva Dögg er hins vegar í barneignaleyfi og því mun René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, taka sæti hennar í dag eða á morgun. Bæði Eva Dögg og René hafa sest á þing sem varamenn áður og eru enn í flokknum.

Það er kannski skrítið að taka þetta fram en þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindafrí hefði átt að kalla inn Daníel E. Arnarson sem varamann hennar, en Daníel hafði sagt sig úr Vg. Eins og æði margir hafa gert á liðnum árum. Af 68 manns sem sest hafa á þing með aðal- eða. varamenn hefur fjórðungurinn sagt sig úr flokknum. Aðalmenn sem hafa yfirgefið Vg eru: Andrés Ingi Jónsson, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Og af varamenn sem hafa yfirgefið flokkinn eru: Auður Lilja Erlingsdóttir, Daníel E. Arnarsson, Davíð Stefánsson, Drífa Snædal, Eydís Blöndal, Eyrún Eyþórsdóttir, Gísli Garðarsson, Hildur Knútsdóttir, Margrét Pétursdóttir og Paul Nikolov. Mögulega mætti telja Ögmund Jónasson með í þessum hópi, en hann er einn harðasti gagnrýnandi Vg á liðnum misserum þótt hann hafi ekki formlega sagt sig úr flokknum.

25% þeirra sem sest hafa á þing fyrir Vg hafa sagt sig úr flokknum. 26,5% ef við teljum Ögmund með. Þetta er líklega Íslandsmet í flótta út stjórnmálaflokkum.

En það eru ekki bara þingmenn sem hafa yfirgefið Vg af ýmsum ástæðum á ýmsum tímum. Má þar meðal annars nefna þessi: Anna Ólafs­dótt­ir Björns­son, Ásmundur Páll Hjaltason, Baldvin H. Sigurðsson, Birna Þórðardóttir, Bjartur Steingrímsson, Björgvin Rúnar Leifsson, Brynja Halldórsdóttir, Elva Hrönn Hjart­ar­dótt­ir, Guðbergur Egill Eyjólfsson, Hjörleifur Guttormsson, Hrafnkell Lárusson, Karólína Ein­ars­dótt­ir, Ólafur Þ. Jónsson, Sóley Tómasdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Vésteinn Valgarðsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Þorsteinn Bergsson, Þórunn Ólafssóttir og Þor­vald­ur Þor­valds­son.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí