Vöxtur í grísku hagkerfi en ekki dregur úr misskiptingu

Fyrir áratug síðan glímdi Grikkland við hrikalega skuldakreppu, sem einkenndist af áralngum niðurskurði, erfiðleikum og ólgu. Nú telja embættismenn og fjárfestar að árið í ár gæti orðið orið þar sem endurreisn grísks efnahags ljúki. Engu að síður er misskipting enn mikil í landinu, laun og kaupmáttur lág, landið er plagað af atvinnuleysi og hinn almenni Grikki upplifir að staða mála sé aðeins að batna fyrir þá ríku meðan allir hinir sitji eftir.

Því er spáð að gríska hagkerfið muni vaxa um tæplega 3% á þessu ári, og með því fara langt fram úr vextinum á evrusvæðinu sem spáð er að verði 0,8%. Ef það gengur eftir myndi hagkerfi Grikklands vera orðið nálægt því sem var fyrir kreppuna árið 2009.

Lántökukostnaður í landinu hefur lækkað verulega og er kominn niður fyrir það sem gerist á Ítalíu. Þá stefnir í að bankarnir sem ríkið kom til bjargar í kreppunni verði einkavæddir að fullu í fyrsta skipti í áratugaraðir, nokkuð sem margir af stærstu fjárfestum í landinu líta á sem lokaskref í átt að eðlilegu ástandi. 

Hins vegar er einnig áskoranir framundan. Lækkandi fæðingartíðni og skortur á vinnuafli eru ógn við langtímahorfur í landinum. Þá hafa loftslagstengdar hamfarir á borð við gróðurelda og flóð tekið sinn toll úr ríkiskassanum. Þá segja margir venjulegir Grikkir að þeir sjái lítinn mun á stöðunni nú og þeirri sem ríkt hefur. Hagfræðingar segja enda að það muni taka lengri tíma að sjá víðtækan ávinning af uppsveiflunni. Til að tryggja langtíma hagvöxt þurfi að auka fjölbreytni í atvinnulífi umfram hina hefðubundnu geira ferðaþjónustu, fasteigna og þjónstugeirans. 

Þá kemur yfir helmingu erlendrar fjárfestingar í Grikklandi, sem alls nam um 7,5 milljörðum evra árið 2022, frá ríkjum í Norður-Evrópu á borð við Frakkland og Þýskaland, sem nú glíma við lítinn hagvöxt heima fyrir. Útflutningur Grikkja, sem einkum byggir á landbúnaðarvörum, eldsneyti og lækningavörum, dróst saman um tæp 9% á síðasta ári. Tveir þriðju hlutar alls útflutnings Grikkja fer til Evrópusambands landa. Á síðasta ári dró úr hagvexti um 2%, að hluta til vegna verri efnahagslegrar stöðu nágrannaríkjanna. 

Þeir ríku græða en hinir eru enn að tapa

Þrátt fyrir þennan vöxt í efnahagskerfinu hefur lífsafkoma margra Grikkja lítt eða ekki batnað. Atvinnuleysi er um 10% og er aðeins hærra á Spáni innan ESB. Kaupmáttur er meðal þess lægsta sem gerist í ríkjum sambandsins og meðal mánaðarlaun eru um 20% lægri en þau voru fyrir 15 árum. 

Verkalýðsfélög blésu til allsherjarverkfalls á miðvikudaginn þar sem almenningssamgöngur á landi og legi voru stöðvaðar og hundruðir streymdu út á göturnar með kröfur um hærri laun. Dæmi eru um að fólk hafi alls ekki náð að koma undir sig fótunum að nýju eftir að hafa misst allt sitt í efnahagskreppunni. Álit hins almenna Grikkja er að staða mála sé aðeins að batna fyrir þá ríku en allir hinir séu enn að tapa. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí