Furðulegur fundur bak við Klepp – Telja sig hafa fundið leifar af blekkingarleik Breta

Margt forvitnilegt getur leynst undir yfirborðinu. Það sannast enn og aftur nú en fyrstu niðurstöður fornleifarannsóknar bak við Klepp, prófessorshúsið við Árbæjarsafni, benda til þess að þar séu leifar af blekkingarleik breska setuliðsins úr seinni heimstyrjöld. Frá þessu greina fornleifafræðingar á Facebook og deila myndum af vettvangi.

Þó að þeir virðist vissulega hafa fundið eitthvað forvitnilegt, þá fundu fornleifafræðingarnir aðallega ýmislegt drasl. „Við opnuðum könnunarskurð í meinta fjárhústóft sem er staðsett bak við (norðaustan), Klepp, þar sem skrifstofur starfsfólks eru. Í skurðinum hefur fundist mörg kíló af nöglum, járnrusli, glerbrotum og leirkersbrotum en ljóst er að rusli hefur verið hent í tóftina eftir miðja 20. öld og svo kveikt í öllu saman.  Greinilegt er að þessi staður hefur verið notaður sem sorphaugur og margsinni verið kveikt þar  í rusli. Undir ruslinu og brunaleifunum kom svo í ljós fjöldinn allur af olíubrúsum úr málmi fylltir með möl og sandi. Brúsunum hefur verið raðað þar skipulega,“ segja fornleifafræðingarnir.

En eitt hefur þó vakið athygli, fyrrnefndar minjar frá stríðsárunum. „Tóftin var skráð sem fjárhús í fornleifaskráningu en olíubrúsarnir og jarðlögin í tengslum við þá benda til þess að hér sé um herminjar að ræða.  Við hliðina á tóftinni er líka upphlaðinn vegur með rauðamöl, líklega eftir setuliðið. Þekkt er að hermenn hafi stundum raðað upp slíkum olíubrúsum og látið lögun þeirra líkja eftir skriðdreka með því markmiði að blekkja óvinaheri sem flugu yfir landið. Það er alltaf gaman þegar eitthvað óvænt kemur upp úr moldinni eins og í þessu tilviki. Kannski þekkið þið einhvern sem kannast við ruslabrennuna eða kann fleiri sögur af blekkingarleik setuliðsins?,“ spyrja fræðimennirnir. Nánar má fræðast um þennan sögulega blekkingarleik hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí