Fyrrum félagi segir Katrínu hafa brugðist konum

„Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna.“

Svo mælir Sóley Tómasdóttir, fyrrum oddviti VG og forseti borgarstjórnar.

Með skrifum sínum bregst Sóley við grein Jóns Ólafssonar sem heldur fram að andstaða við forsetaframboð Katrínar byggi á kvenhatri.

Því andæfir Sóley en segir rétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning sé risastórt vandamál á Íslandi.

„Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis,“ segir Sóley, fyrrum samstarfskona Katrínar.

Sjá grein Sóleyjar hér: https://www.visir.is/g/20242578451d/yfirtaka-ordraedunnar-e.-hijacking-?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR3aDnA4FGEnWAAxFbj4Y5BBh4XWGYFitwcU9wRNXo1CSo6t5ZcnB_rTPdw_aem_AfqP1cKsq0DsAVJL0h6IzmFKgyOeEDjICFPWBILf79PoRWVQF9grmZK6luU3AbATu37QYZJ98rnO2NOcQCHpInRA

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí