Ólík sviðsetning RÚV á Höllu og Katrínu
Stefán Jónsson, leikari og leikstjóri,vekur athygli á því að sviðsetning RÚV í forsetakappræðunum í gær hafi verið nokkuð ólík hjá þeim tveimur forsetaframbjóðendum sem nú mælast með mest fylgi, Höllu Tómasdóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Á myndinni hér fyrir ofan má bera saman sviðsetninguna en Stefán skrifar á Facebook:
„Góður leikstjóri veit að sviðsetningin skiptir öllu máli. Hann velur leikmynd sem hann telur að sé áhrifaríkust til að miðla þeim boðskap, sem hann vill ná fram með uppsetningunni. Leikmyndin (bakgrunnurinn) er því ekki tilviljun, sérstaklega ekki þegar fagfólk stendur að sýningunni. Þetta kom skýrt fram í uppsetningu RÚV í gærkvöldi, sem bar heitið X24-Kappræður. Verkið snýst um forseta Íslands, sem á að vera sameiningartákn, skapa jafnvægi og ró, vera mannasættir. Hér sjáum við mismunandi sviðsetningu RÚV, á þeim tveimur frambjóðendum, sem líklegastir eru til að hreppa embættið.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward