Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður pírata, gerði skaðsemi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum að umræðu á Alþingi í dag. Einkum stjórnsýslu Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hann taldi ráðherrana tvo hættulega umhverfi sínu.
Gísli Rafn ræddi fyrirtækið Running Tide á Akranesi í þessu samhengi sem hampaði áður kraftaverkalausnum á sviði kolefnisförgunar en nú er Running Tide með allt niður um sig, starfsemi er lokið án lausna en ffyrirtækið situr uppi með mikinn úrgang jafnt í landi sem og í hafi.
Guðlaugur Þór hafði áður hampað fyrirtækinu í sal Alþingis og lausnum þess og rætt stórfenglegan umhverfisárangur á Akranesi.
Arfleifð Bjarna Benediktssonar var sú að hann sem settur umhverfisráðherra hefði „vængstýft eftirlitsstofnanir“ eins og Gísli nefndi það þegar hann sem settur umhverfisráðherra taldi það ekki varp í hafið að Running Tide henti gríðarlegu magni af viðarúrgangi í sjóinn.
Þá sagði Gísli Rafn áhugavert að þegar Guðlaugur Þór hefði rætt stórfenglegan umhverfisárangur hefði hann verið málpípa félagsins sjálfs og lapið áróðurinn upp frá forstjóranum. Vafamál væri að svona ráðherrum væri treystandi og mögulega væru þeir skaðlegir umhverfi sínu.
Guðlaugur Þór varð til svara og taldi orðalag þingmannsins ekki við hæfi. Efnislega svaraði ráðherrann þó ekki spurningum þingmannsins.