Þorbjörg óttast ekki Jón Gnarr: „Ég er glöð að sjá þetta framboð“

„Ég held að innkoma á þetta pólitíska svið verður aldrei öðru vísi en það verði smá læti. Það er bara hluti af gigginu. Að fara í pólitískt viðtal hjá Stefáni Einari, að það framkalli viðbrögð, mér finnst það ekki vera tíðindi. Ég sá að Jón skrifaði færslu um það að hann væri ekki pólitíkus, ég er ekki alveg með honum í því, maðurinn er fyrrverandi borgarstjóri. En ég fagna öllum nýliðum í Viðreisn.“

Þetta segir Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar í viðtali við Rauða borðið sem sýnt var í gær. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Líkt og fyrr segir þá tekur Þorbjörg ekki illa í framboð Jóns Gnarrs, þó hann stefni á sama sæti á lista og hún. Óhætt er að segja að nokkur ólga hafi skapast í kringum framboð Jóns eftir að hann sóttist óvænt eftir oddvitasæti í Reykjavík án þess að hafa nokkru sinni verið í flokknum. Hann hefur auk þess fullyrt að hann muni auðveldlega sigra Þorbjörgu í prófkjöri. Þorbjörg virðist þó ekki óttast framboð Jóns ef marka má svör hennar við Rauða borðið.

„Ég er glöð að sjá þetta framboð. Mér sýnist á öllu að við verðum þrjú sem bjóðum okkur fram í þetta fyrsta sæti í sameiginlega prófkjörinu: Jón Gnarr, Hanna Katrín og ég. Mér sýnist það á öllu. En gott prófkjör á bara að geta þjónað því hlutverki fyrir Viðreisn eins og aðra flokka að vera ákveðið vítamínskot,“ segir Þorbjörg.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí