Hollvinasamningur Grindvíkinga svo galinn að manni fallast hendur

Björn Birgisson, íbúi í Grindavík um árabil, segist allt annað en sáttur með fasteignafélagið Þórkötlu sem stofnað var í upphafi árs og hefur þann tilgang að annast kaup og ráðstöfun íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Hann segir í fyrsta lagi að það hafi verið óskiljanlegt hvers vegna íbúar hafi verið neyddir til að tæma hús ella yrði öllu fargað.

„Hollvinasamningar milli Grindvíkinga og Þórkötlu. Loksins liggja reglurnar fyrir, mörgum mánuðum of seint. Eftir að Grindvíkingar hafa bókstaflega verið neyddir til að henda öllu því sem þeir gátu ekki flutt með sér vegna plássleysis í nýju húsnæði, húsnæði sem keypt var eða leigt á hlaupum í kapphlaupi við tímann á knöppum markaði,“ lýsir Björn á Facebook.

Hann segir þetta hafa valdið gífurlegri sóun. „Sóunin nemur nokkur hundruð milljónum, algjörlega að óþörfu og vegna skorts á rökréttri hugsun. Við ætluðum að skilja eftir sófasett í stofunni, hjónarúmið okkar – urðum að kaupa nýtt því ekki var í boði að sækja neitt fyrst um sinn – auk þess vildum við skilja eftir borð og stóla í eldhúsi, einnig frystikistu og ísskáp í geymslunni, auk þess sitt lítið af ýmsu sem gott væri að eiga þarna ef til þess kæmi að náttúran og yfirvöld leyfðu okkur að vitja okkar íverustaðar síðustu 50 árin.  Það hefði ekki truflað neinn og ekki verið fyrir neinum, því enginn fer í húsnæðið næstu árin! Nei, alls ekki. Út með þetta allt. Ef ekki mun Þórkatla farga þessu á ykkar kostnað. Ég trúði varla mínum eigin eyrum þegar þetta var sagt við okkur,“ segir Björn.

Hann segir þetta ekki eina dæmið um vanhugsaðar aðgerðir stjórnenda Þórkötlu. „Nú býðst sem sagt að gera hollvinasamning við þá sömu Þórkötlu sem sá til þess að yfirgnæfandi fjöldi húsa og íbúða standa þarna galtóm og yfirgefin. Það má dvelja á daginn, en ekki gista. En það má gista í öllum húsunum í bænum sem Þórkatla á ekki! Þetta er allt einhvernveginn svo galið að manni fallast hendur og vonbrigðin eru mikil, ofan á allt annað sem gerst hefur og var það ærið fyrir. Mér finnst ég hafa elst um 10 ár síðasta árið! Stefnt er að því að þessir samningar verði gerðir til 12 mánaða til að byrja með og eftir það verður metið hvort endurnýjum verður í boði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí