Ný könnun Maskínu gefur til kynna að fylgi við Flokk fólksins sé í frjálsu falli.
Greint var frá mælingunni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fylgi Flokks fólksins hefur fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember eða um 40 prósent milli kannana samkvæmt Maskínu. Þetta er langstærsta breytingin milli mælinga og myndi flokkurinn missa 4 þingmenn af 10.
Ekki eru miklar hreyfingar hjá öðrum flokkum ef undan er skilið vænt stökk sósíalista sem bæta vel við sig og mælast nú með hálft sjötta prósent.
Sjálfstæðismenn mælast með ögn meira fylgi en áður en Bjarni Benediktsson boðaði afsögn sína sem formaður.
Samfylkingin er stærst og mælist með um tuttugu og tvö prósent
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.