
Sævar Þór Jónsson lögmaður skrifar:
Í gegnum árin hefur maður fengið að kynnast ótrúlegum einstaklingum í starfi sínu sem lögmaður. Það eru þó fáir jaxlar eins og Ásthildur Lóa ráðherra enda hef ég fylgt henni í gegnum árin. Saga hennar er ótrúleg baráttusaga konu sem vann sem kennari og lenti í hremmingum í kjölfar efnahagshrunsins og átti allt undir. Barátta sem hefur tekið meira en áratug. Hún fór frá því að heyja varnarbaráttu í að sækja fram sem einn af okkar helstu baráttumönnum fyrir auknum rétti skuldara í þessu landi. Hún byrjaði ferlin sinn seint í pólitík en var drifinn áfram af skýrri sýn og einlægum vilja til að gera breytingar á óréttlátu kerfi. Hún varð þingmaður á einni nóttu, svo ráðherra með ótrúlegum árangri. Hér erum við saman í dómsmáli sem ég rak fyrir hana og eiginmann hennar og er prinsipp-mál þó það sé á brattan að sækja eins og í flestum svona málum. Það mikilvægt fyrir okkur að hafa svona jaxla á þingi sem hafa kynnst lífinu og þekkja af eigin raun hvernig það er að lifa við ótta um að allt geti hrunið á einni nóttu og taka engu sem sjálfsögðum hlut.