Segir Ásthildi Lóu ráðherra vera jaxl

Sævar Þór Jónsson lögmaður skrifar:

Í gegnum árin hefur maður fengið að kynnast ótrúlegum einstaklingum í starfi sínu sem lögmaður. Það eru þó fáir jaxlar eins og Ásthildur Lóa ráðherra enda hef ég fylgt henni í gegnum árin. Saga hennar er ótrúleg baráttusaga konu sem vann sem kennari og lenti í hremmingum í kjölfar efnahagshrunsins og átti allt undir. Barátta sem hefur tekið meira en áratug. Hún fór frá því að heyja varnarbaráttu í að sækja fram sem einn af okkar helstu baráttumönnum fyrir auknum rétti skuldara í þessu landi. Hún byrjaði ferlin sinn seint í pólitík en var drifinn áfram af skýrri sýn og einlægum vilja til að gera breytingar á óréttlátu kerfi. Hún varð þingmaður á einni nóttu, svo ráðherra með ótrúlegum árangri. Hér erum við saman í dómsmáli sem ég rak fyrir hana og eiginmann hennar og er prinsipp-mál þó það sé á brattan að sækja eins og í flestum svona málum. Það mikilvægt fyrir okkur að hafa svona jaxla á þingi sem hafa kynnst lífinu og þekkja af eigin raun hvernig það er að lifa við ótta um að allt geti hrunið á einni nóttu og taka engu sem sjálfsögðum hlut.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí