Helgi Seljan gagnrýnir ráðafólk fyrir viðbragðsleysi

Stjórnmál 24. sep 2022

Helgi Seljan gagnrýnir ráðafólk fyrir að hafa ekkert brugðist við þegar Samherji varð uppvís að því að njósna um blaðamenn og gera margvíslegar tilraunir til að kveða niður fréttaflutning um rannsókn á brotum félagsins og starfsmanna þess, auk þess að reyna að trufla rannsóknina og dómsmál erlendis. Ráðafólk tali um mikilvægi blaðamennsku og uppljósara en geri síðan ekkert þegar vegið er að þessum hópum.

Helgi mætti á Fréttavaktina á Hringbraut ásamt Þóru Arnórsdóttur að ræða yfirheyrslur lögreglunnar á Norðurlandi á blaðamönnum, sem lögreglan ætlar að hafi brotið lög í umfjöllun sinni um mútur, skattsvik og önnur brot Samherja og starfsmanna þess.

Helga varð tíðrædd um viðbragðsleysi ráðafólks. Þau skýldu sig á bak við að mál Samherja væru í rannsókn og gerðu ekkert þegar í ljós kæmi að öflugt íslenskt fyrirtæki beitti þekktum aðferðum til að kæfa umfjöllun um fyrirtækið. Aðferðirnar væri vel þekktar og líka það, að ef ekki er brugðist við muni þær leiða til þess að umfjöllun um fyrirtækið koðni niður. Og það sé að gerast á Íslandi. Mikil tíðindi sem koma fram í málaferlunum í Namibíu rata ekki inn í íslenska fjölmiðla. Ætla má að ástæðan sé að blaðamenn veigri sér við að fjalla um þetta mál, vitandi hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Og að þeir fái enga vernd frá yfirvöldum, þvert á móti geti þeir búist við að fá réttarstöðu grunaðra í lögreglurannsókn.

Og meðan þetta viðbragðsleysi ríkir og ljóst er að Samherja er að takast að kæfa umræðuna talar Katrín Jakobsdóttir fjálglega um vernd uppljóstrara þótt Samherji sé kerfisbundið að berja niður orðspor Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hleypur til í fjölmiðla til að lýsa því yfir að blaðamenn verði að sætta sig við að mæta sem grunaðir afbrotamenn til yfirheyrslu.

Helgi tók eitt dæmi um getuleysi yfirvalda. Sendifólk Samherja óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins að fá upplýsingar um utanferðir Helga sjálfs og Jóhannesar uppljóstrara. Ekkert var gert með þessa beiðni fyrirtækis sem er í rannsókn vegna alvarlegra brota, rannsóknar sem rekja má til uppljóstrarans og umfjöllunar fjölmiðla. Ráðuneytisstjórinn sá enga ástæðu til að tilkynna þessa njósnastarfsemi Samherja til lögreglu né að láta viðeigandi vita af aðgerðum þessa fyrirtækis.

Samtalið við Helga og Þórdísi má sjá og heyra hér: Fréttavaktin: Gagnrýna yfirvöld harðlega

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí