Íslenskir braskarar brenndu sig illa

Kauphöllin 24. sep 2022

Verð hlutabréfa í Kauphöllinni féll mikið í vikunni í kjölfar þess að Ísland var formlega komið á lista FTSE Russell yfir annars flokks ný­markaðsríkja. Reiknað hafði verið með að þetta lyfti undir markaðinn en það þveröfuga gerðist, hann féll svo verðmæti félagana í kauphöllinni lækkuðu samtals um 207 milljarða króna. Ástæðan var að íslenskir braskarar höfðu misreiknað sig herfilega.

Þegar tilkynnt var í apríl að Ísland yrði sett á þennan lista hjá FTSE Russell var ljóst að margir stórir svokallaðir index-sjóðir myndu þurfa að kaupa íslensk hlutabréf, en index-sjóðir eiga bréf í réttu hlutfalli við markaðinn og sveiflast með meðaltali þeirra. Margir sáu sér leik á borði, hugðust kaupa bréf og bíða þar til sjóðirnir þyrftu að kaupa sig inn á íslenska markaðinn þegar Ísland yrði formlega tekið inn á lista annars flokks nýmarkaðsríkja.

Þegar sjóðirnir efndu til útboðs og óskuðu eftir bréfum varð niðurstaðan sú að erlendir sjóðir seldu öll bréfin, um 14 milljarða króna. Þeir höfðu átt íslensk bréf og notuðu tækifærið fyrir að fara út af þessum markaði eða höfðu keypt á síðustu mánuðum. En þeir höfðu vit á að bjóða bréf sín á verði nokkuð undir markaðsvirði síðustu daga, fengu ágætan hagnað en ekki eins mikinn og íslensku braskararnir stefndu að.

Íslensku braskararnir buðu sín bréf á hærra verði og seldu ekki neitt, sátu uppi með bréfin sem þeir höfðu keypt út á lán að mestu. Og þegar ljóst var að index-sjóðirnir höfðu komið inn nokkuð undir markaðsverði fóru bréfin að lækka. Og íslensku braskararnir þurftu að selja til að minnka skaðann, selja sem fyrst og borga skuldir sínar. Við þetta fór kauphöllinni í skrúfu niður á við, hlutabréfin lækkuðu dag eftir dag.

Þegar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mættu í kauphöllina til að hringja inn viðskiptin fyrsta daginn sem Ísland var viðurkennt sem annars flokks nýmarkaðsríki (sjá mynd) reiknuðu þau með að þau væru að hringja inn betri tíð. Reyndin var að þau voru að hringja inn eitt mesta fall sem hefur orðið í kauphöllinni frá hruni.

Ef við miðum við 12. september síðastliðinn eru félögin í kauphöllinni nú 207 milljörðum króna verðminni. 50,9 milljarðar fuku af Marel, 25,7 milljarðar af Arion-banka og 21,6 milljarðar af Íslandsbanka.

Svo til öll félögin féllu um 7-9%, sem er eðlilegt þar sem braskararnir höfðu ætlað að græða á index-sjóðum og því keypt bréf í öllum félögunum. Þegar þeir þurftu að selja var bréfum í öllum félögum dembt á markaðinn.

Stundum fá hrun á mörkuðum nafn. Þetta gæti kallast fimmta flokks braskarar brenna sig á annars flokks nýmarkaði.

En hvað er annars flokks nýmarkaðsríki. Ísland var áður skilgreint sem frontier-markaðir (nýræktarmarkaður) með Bangladess, Búlgaríu, Eistlandi, Kasakstan, Nígeríu og Slóvakíu, svo fáein lönd séu nefnd. Þegar Ísland færist upp um flokk er það komið í hóp með Chile, Egyptalandi, Filippseyjum, Indlandi, Indónesíu, Kína, Kólumbíu, Kuwait, Pakistan, Rúmeníu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sádi Arabíu og Quatar.

Í næsta flokknum fyrir ofan eru Brasilía, Grikkland, Malasía, Mexíkó, Suður-Afríka, Tékkland, Tyrkland, Tæland, Tævan og Ungverjaland.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí