Lítil hryðjuverkaógn af skipulögðum hópum öfgamanna

Stjórnmál 24. sep 2022

Ógnin af hægri öfgamönnum á Norðurlöndum er tvíþætt, segir Dagbjört Rós Jónsdóttir stjórnmálafræðingur. Annars eru skipulagður hópar sem magna upp aðgreiningu í samfélaginu, en eru ekki líklegir til hryðjuverka þótt þeir fremji skemmdarverk. Hins vegar verður þessi umræða hvati fyrir einangraða menn, svokallaða lone wolfs, til að skipuleggja og fremja hryðjuverk.

Dagbjört vinnur við Árósarverkefnið, sem ætlað er að vinna gegn vaxandi hatursorðræðu, ofbeldi og aðgreiningu í samfélaginu. Hún lýsir þessi prógrammi í viðtali við Rauða borðið, en það nær frá fjórða bekk grunnskóla og upp úr. Rætt er við börn og ungmenni um átakalínur samfélagsins og reynt að finna þau sem eru líkleg til að beita ofbeldi og síðan er unnið með þeim. Verkefnið er bæði út í samfélaginu þar sem hvatt er til opins og friðsams samtals en líka með einstaklingum sem sýna ofbeldishegðun og líka þeim sem hafa þegar beitt ofbeldi.

Verkefnið byrjaði sem forvörn gegn fótbullum, en hefur þróast í að fást við ofbeldi tengt útlendingaandúð og átökum innan fjölmenningarsamfélagsins. Markmiðið er ekki að telja fólk ofan af skoðunum sínum, fólk má t.d. hafa þjóðernissinnaðar skoðanir; heldur að reyna að grípa inn í þegar þessar skoðanir verða hvati til ofbeldis.

Dagbjört sagði engin dæmi þess að hægri öfgahópar hefðu skipulagt hryðjuverk á Norðurlöndum. Hóparnir væru margir, en tengdust flestir Nordfront eða Norðurvígi eins og samtökin kallast á Íslandi. Norðurvígi hefur reynt að ná fótfestu á Íslandi. Hingað komu til dæmis hópur sænskra félaga og voru með uppákomu á Lækjartorgi fyrir þremur árum. Það væru hins vegar mörg dæmi um skemmdarverk, eignaspjöll og ofbeldi meðlima í þessum hópum og þeir hefðu mikil áhrif á samfélagsumræðuna, stilltu málum upp sem baráttu milli okkar og hinna, þeirra sem eru að verja það sem gott er og þeirra sem vilja spilla því. Og þessi aðgreinandi umræða væri líka hluti hinna opinberu stjórnmála.

Mesta ógnin stafaði hins vegar af mönnum sem störfuðu einir og gripu til óhæfuverka í því andrúmi sem litar opinbera umræðu. Og það væri erfitt að finna þá með hefðbundnum lögregluaðferðum, einmitt vegna þess hversu veika tengingu þeir hafa við aðra, m.a. þessa öfgahópa. Þess vegna væri reynt með Árósar-prógramminu að vinna innan samfélagsins með öðrum hætti. Í upphafi voru lögreglumenn með á fundum með börnum og ungmennum, en því var fljótlega hætt.

Dagbjört vildi ekki leggja mat á nauðsyn forvirkra rannsóknarheimilda fyrir lögreglu í þessari baráttu, því sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kallar nú glæpaforvarnir. Það væri augljóst að slíkar aðferðir komu í veg fyrir hryðjuverk og skemmdarverk. Á hverju ári stoppar danska lögreglan þannig um hundrað ráðagerðir til óhæfuverka með pólitískum markmiðum. En það væri líka hægt að benda á ókostina við auknar heimildir lögreglunni til að fylgjast með og njósna um borgarana.

En auknar heimildir lögreglu eru ekki eina tækið sem hægt er að grípa til og Dagbjört vill meina að mikill árangur sér af Árósarverkefninu.

Viðtalið við Dagbjörtu Rós má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí