Ormagryfja Verkamannaflokksins

Stjórnmál 27. sep 2022

Al Jazeera sýndi í kvöld síðasta hlutann af þriggja þátta seríu um valdabaráttuna milli hægri krata og róttækra sósíalista innan breska Verkamannaflokksins. Þættirnir lýsa inn í daunill skúmaskot þessa flokks, hvernig ásakanir um gyðingahatur og kynþáttafordóma voru notaðar í miskunnarlausri valdabaráttu.

Jeremy Corbyn, fyrrum formaður Verkamannaflokksins, hefur kvartað undan því að meginstraumsmiðlar í Bretlandi hafi lítið sem ekkert fjallað um rannsókn Martin Forde lögmanns á ásökunum um gyðingahatur í flokknum. Í þeirri skýrslu kemur fram að þessari ásakanir voru kerfisbundið notaðar til að grafa undan flokksfólki. Þetta kemur enn skýrar í ljós í þáttaröð Al Jazeera Labour Files. Og eins og með skýrslu Martin Forde ekkert fjallað um þættina í meginstraumsmiðlunum.

Í þáttunum kemur fram hversu auðveldlega flokksfólk í Verkamannaflokknum gat notað fjölmiðla til að grafa undan andstæðingum sínum. Upplognar sakir eða stórýktar frásagnir áttu greiða leið inn í fjölmiðla, sem virtust aldrei spyrja sig hvers vegna þessar upplýsingar bárust þeim eða hvort verið væri að nota þá í valdabaráttu.

Þættirnir eru byggðir á miklu magni af tölvupósti til og frá starfsmönnum flokksins sem voru virkir þátttakendur í valdabaráttunni. Þeir veita fágæta innsýn inn í rotinn flokk þar sem allt virðist leyfilegt í valdabaráttu. Þau sem sökuðu aðra um gyðingahatur afhjúpa eigin kynþáttafordóma gagnvart fólki af asískum eða afríkönskum uppruna en ekki síst gagnvart múslimum.

Niðurstaða þessara átaka var að þau sem gengu lengst unnu baráttuna um flokkinn og notuðu stöðu sína til að einangra andstæðinga sína eða reka úr flokknum. Niðurstaðan varð að hægri kratar ráða lögum og lofum í flokknum en róttækt vinstra fólk er áhrifalaust innan hans.

Hér má sjá fyrsta þáttinn: The Labour Files: The Purge

Hér er annar þáttur: The Labour Files – The Crisis

Og hér er sá þriðji: The Labour Files – The Hierarchy

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí