Ekkert annað en greiðslufall hjá ríkissjóði

„Ef ÍL-sjóður er settur í þrot er það ekkert annað en greiðslufall hjá ríkissjóði, það er mín persónulega skoðun,“ sagði Már Wolfgang Mixa, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum í Kastljósi í kvöld.

Már var að bregðast við hugmyndum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að hóta lánardrottnum ÍL-sjóðs, sem er megnið af gamla Íbúðalánasjóðnum, að setja sjóðinn í þrot og hlaupa frá ríkisábyrgðinni.

„Ríkissjóður er í raun að senda út skilaboð til fjárfesta að hann noti öll ráð sem í boði eru til að koma sér undan skuldbindingum sínum,“ sagði Már. Hann sagði ómögulegt að ráða í hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa.

„Fjárfestar gætu hætt að líta á ríkistryggð bréf sem áhættulausar skuldbindingar,“ sagði Már. „Vaxtakostnaður ríkissjóðs gæti stóraukist að ég tali nú ekki um ef lánshæfismatsfyrirtækin færu að vega þetta og meta og myndu jafnvel lækka lánshæfismat ríkisins.“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí